Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2014 03:22

Allt í plati frumsýnt í Þinghamri á föstudaginn

Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna frumsýnir á föstudaginn fjölskylduleikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson í félagsheimilinu Þinghamri í Borgarfirði. Það er Þröstur sjálfur sem leikstýrir verkinu. Undirbúningur verksins hefur staðið yfir frá því í lok nóvember, að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar formanns leikdeildarinnar, en þetta er í fyrsta skipti síðan 2007 sem deildin setur verk á svið í Þinghamri. „Þrettán leikarar á öllum aldri taka þátt í leiknum, sá elsti 61 árs og sá yngsti 13 ára. Flestir eru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Í heildina má síðan ætla að á bilinu 25 til 30 manns komi að uppsetningu sýningarinnar. Mikil tilhlökkun er í hópnum og er von á skemmtilegri sýningu,“ segir Ásgeir.

 

 

Að mati Þrastar leikstjóra hefur mikill kraftur verið í leikhópnum á æfingum að undanförnu sem einkennst hefur af jákvæðu og skemmtilegu fólki. Hann segir Allt í plati skemmtilegt verk sem höfði til allrar fjölskyldunnar. „Í verkinu koma við sögu þekktar leik- og ævintýrapersónur sem hittast og lenda í ævintýrum saman. Verkið hefur notið töluverðra vinsælda síðan ég skrifaði það, en rétt er að geta þess að það var fyrst sett upp af leikdeild Skallagríms í samkomuhúsinu í Borgarnesi árið 1991 og naut mikilla vinsælda. Síðan þá hefur það verið sett upp víðsvegar um landið, örugglega á bilinu 15-20 sinnum,“ segir Þröstur sem hvetur alla til að kíkja á sýninguna, ekki síst þá sem sáu og tóku þátt í verkinu á sínum tíma í Borgarnesi.

 

Frumsýnt verður eins og áður sagði kl. 20:30 á föstudaginn í Þinghamri. Fjórar sýningar hafa að auki verið auglýstar og má sjá upplýsingar um þær í auglýsingu um verkið í Skessuhorni sem kom út í morgun.

 

Miðapantanir eru í síma 435 1355 og 824 1988.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is