Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2014 10:28

Þriðjungur fyrirtækja telur aðild að ESB bæti rekstrarumhverfi

Um 33% fyrirtækja á Vesturlandi telur að aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefði jákvæði áhrif á rekstrarumhverfi þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum fyrirtækjakönnunar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem framkvæmd var í nóvember síðastliðnum. Á meðan þriðjungur telur að aðild hefði jákvæð áhrif á reksturinn telja 16% fyrirtækja að aðild hefði neikvæð áhrif. Ríflega helmingur eða 51% er hins vegar á þeirri skoðun að ESB aðild hefði engin áhrif á reksturinn. Að sögn Vífils Karlssonar hagfræðings sem framkvæmdi könnunina hjá SSV, ásamt Einari Þ. Eyjólfssyni, þá kemur niðurstaðan nokkuð á óvart. Sjávarútvegur er fremur stór atvinnugrein í landshlutanum, auk þess sem landbúnaður er stundaður þar víða, en andstaða fyrirtækja í þessum greinum við ESB aðild hefur verið nokkuð áberandi í áraraðir. „Þó ber að slá þann varnagla að þátttaka fyrirtækja í landbúnaði og sjávarútvegi í könnunni var minni en efni stóðu til og hefur það vafalaust áhrif á niðurstöðu könnunarinnar,“ sagði Vífill.

 

 

 

Aðrar niðurstöður vekja einnig athygli. Fyrirtæki sunnan Skarðsheiðar og á Akranesi virðast enn jákvæðari í garð ESB aðildar og sögðu 40% fyrirtækja þar að aðild muni hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi sitt. Á meðan telja 13% að aðild hafi neikvæð áhrif. Jákvæð viðhorf eru einnig hjá ríkisfyrirtækjum í landshlutanum. Fyrirtæki í Dölum og á Snæfellsnesi eru aftur á móti mun neikvæðari gagnvart áhrifum aðildar en annars staðar.

 

„Sú jákvæðni sem birtist í könnuninni í garð væntanlegrar áhrifa ESB aðildar verður því einkum rakin til Akranessvæðis. Athyglisvert er að sjá jákvæða afstöðu forsvarsmanna fyrirtækja þar en hún er líkari þeirri afstöðu sem finna má á höfuðborgarsvæðinu fremur en á landsbyggðinni,“ segir Vífill.

Forsvarsmenn tæplega 200 af 900 starfandi fyrirtækjum landshlutans tóku þátt í könnunni, sem telst nokkuð gott svarhlutfall að mati Vífils. Heildarniðurstöður hennar verða kynntar í sérstakri skýrslu sem kemur út á næstunni. Þá munu tölurnar einnig nýtast í aðra gagnavinnu hjá SSV.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is