Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2014 12:01

Ýmsar fréttir af briddsspilurum í Borgarfirði

Briddsspilarar á Vesturlandi lágu ekki í hýði um hátíðarnar frekar en vant er.  Nokkrir spilarar héldu í víking og tóku þátt í jólamóti Bridgefélags Hafnarfjarðar.  Þar kom bersýnilega í ljós að Borgfirðingar eru frekar slappir á útivelli. Sveinbjörn og Lárus gerðu þó sýnu besta ferð þangað enda Sveinbjörn á heimavelli þar sem barnsskónum var slitið.  Fyrstu helgina í janúar var svo Bridgehátíð Vesturlands haldin á Hótel Hamri. Fyrri daginn var sveitakeppni á dagskránni. 22 sveitir mættu til leiks og úr varð heljarkeppni. Leikar fóru þannig að sveit Ljósbrár Baldursdóttur fór með sigur af hólmi. Með henni spiluðu Matthías Vilhjálmsson, Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson.  Í öðru sæti varð sveit Grábrókar með Kristján Björn Snorrason fremstan meðal jafningja, sem voru Birkir Jón Jónsson, Jörundur Þórðarson og Hjálmar S Pálsson.  Þriðju urðu svo liðsmenn Grant Thornton en það voru þeir bræður Oddur og Hrólfur Hjaltasynir ásamt Sveini R Eiríksyni og Þresti Ingimarssyni.

Daginn eftir var svo komið að tvímenningnum. 20 pör létu sjá sig. Eftir 44 spennuþrungin spil voru það Birkir Jón Jónsson og Guðmundur Baldursson sem stóðu efstir, aðrir urðu Örvar Óskarsson og Guðni Einarsson og þriðja sætið hrepptu Guðný Guðjónsdóttir og Harpa Fold Ingólfsdóttir.

 

 

Á þrettándanum var svo fyrsta spilamennska ársins í Logalandi. Sveinbjörn og Lárus unnu nokkuð sannfærandi og ferðafélagar þeirra, Magnús B og Eyfi Kiddi, urðu aðrir.  Jón og Baldur enduðu svo í þriðja sæti.

 

13. janúar var svo spilað aftur og þá voru það Guðmundur á Steinum og Egill í Örnólfsdal sem stálu senunni. Þeir sátu rólegir út í horni og tóku hvert parið á fætur öðru í kennslustund og bruddu það í sig, uppskeran varð enda 69%!  Stefán og Sigurður Már skoruðu einnig vel eða 64% en það þykir venjulega býsna gott. Sveinbjörn og Lárus urðu í þriðja sæti með 56%.

 

Næst er röðin komin að sveitakeppni Bridgefélags Borgarfjarðar.  Þeir sem ekki mættu síðasta kvöld, en vilja vera með, er bent á að skrá sig hjá Jóni á Kópareykjum.  Keppnin mun standa yfir í 5 vikur.

 

Helgina 15.-16. febrúar er svo Vesturlandsmót í Sveitakeppni á Hótel Hamri.  Þar verður og keppt um fjögur sæti á Íslandsmóti. Skráning hjá Ingimundi: zetorinn@visir.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is