Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2014 03:01

Stofnaði heildsölu í hruninu og selur nú grimmt gjafavöru og flókaskó

Það eru áreiðanlega fáir sem fengu hrunið margumrædda eins hressilega í fangið og hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir eigendur verslunarinnar Models á Akranesi. Um svipað leyti sem „Guð blessi Ísland“ hljómaði á öldum ljósvakans var Model að flytja í gríðarstórt húsnæði á Þjóðbraut 1 á Akranesi, úr Stillholtinu þar skammt frá. Frá þeim tíma hefur Model litið út eins og Magasín í stærri borgum, fremur en hefðbundin verslun á landsbyggðinni. „Miðað við þá stöðu sem upp var komin, frekar samdráttur en aukning í verslun, var þetta náttúrlega alltof stórt húsnæði fyrir okkur. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Við fórum að horfa í kringum okkur, leita að tækifærum og þannig þróaðist heildverslunin hjá okkur,“ segir Guðni í Model í samtali við Skessuhorn. HG gjafahús er annað fyrirtæki við hlið Models sem þau hjónin stofnuðu um heildverslunina. „Í dag er um 80% af vörunum sem til sölu eru í Model eigin innflutningur úr heildsölunni. Söluaukningin er mikil í sumum vörum hjá okkur. Einkum eru það núna flókaskór, úr ull og kálfsskinni, sem hafa verið að slá í gegn og fara sigurför um heiminn,“ segir Guðni.

 

Sjá nánar viðtal í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is