20. janúar. 2014 11:04
Háskólinn á Bifröst hefur gefið út bókina Economic Impact of the Motion Picture Industy. The Icelandic Model eftir dr. Ágúst Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst og fv. rektor. Bókin, sem er á ensku, fjallar um hagræn áhrif kvikmynda og er íslenska kvikmyndaiðnaðinum lýst í því sambandi. Í bókinni er fjallað um margvíslega þætti kvikmyndaiðnaðar á fræðilegan hátt og greint er frá þeim fjölmörgu tækifærum sem eru fólgin í þessari atvinnugrein. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta.
–fréttatilk.