Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2014 12:42

Fjölmenni á íbúafundi um skipulag Sementsverksmiðjureitsins

Salur Tónbergs á Akranesi var þétt setinn síðastliðinn laugardag þegar þar var haldinn íbúafundur um skipulag Sementsverksmiðjureitsins. Um 160 manns mættu en þar gafst íbúum tækifæri til að koma fram með hugmyndir sínar varðandi heildarskipulagið. Að loknum ávörpum, lýsingu á svæðinu, myndasýningu og hugmyndum, sem arkitektar frá Kanon arkitektum vörpuðu fram, voru myndaðir tíu vinnuhópar úr röðum fundargesta. Þegar farið var yfir helstu niðurstöður vinnuhópanna í lokin kom fram mikill samhljómur með sýn á hvernig heildarskipulagið ætti að verða. Fundargestum fannst að skipulagið ætti að tengja saman svæðið frá Langasandi að gamla miðbænum, jafnvel alveg niður á Breið. Grunnhugsunin væri að skipulag Sementsreitsins yrði eins konar framhald af miðbænum og svæðið ætti að opna á nokkrum stöðum, með útsýni á hafnarsvæðið og inn á Langasand.

Uppbygging á svæðinu ætti ekki að hefjast fyrr en þetta heildarskipulag lægi fyrir. Fólk vildi sjá fyrir sér blandaða notkun svæðisins, hreinlegt og fallegt svæði, með atvinnulíf er helst tengdist ferðaþjónustu og menningu, íbúðabyggð, verslunum, gistingu og útivistarsvæði. Skipulagið ætti líka að varðveita söguna. Þannig væri æskilegast að nýta byggingar Sementsverksmiðjunnar eins og kostur væri. F

 

Fundarmenn voru almennt á því að varðveita ætti strompinn, enda hann talinn tákn Akraness. Sementssílóin væru falleg og einnig hugsanlegt að nýta mætti efnisgeymsluna.

 

Sjá nánar frétt og myndir í Skessuhorni nk. miðvikudag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is