21. janúar. 2014 09:01
Síðastliðinn sunnudag var séra Páll Ágúst Ólafsson settur í starf sóknarprests í Staðarstaðarprestakalli. Athöfnin fór fram í Fáskrúðarbakkakirkju í Eyja- og Miklaholtshreppi. Það var prófasturinn séra Þorbjörn Hlynur Árnason sem setti séra Pál í embætti. Eftir messuna sáu konur í Staðarsveit og Breiðuvík um kaffiveitingar í Breiðabliki. Á meðfylgjandi mynd eru sr. Páll Ágúst, sr. Guðjón Skarphéðinssong og sr. Þorbjörn Hlynur.
Ljósm. iss.