21. janúar. 2014 03:40
Á íbúafundi um skipulag Sementsverksmiðjureitsins á Akranesi sem haldinn var síðastliðinn laugardag í Tónbergi kynnti Halldóra Bragadóttir frá Kanon arkitektum nokkrar hugmyndir um mögulega nýtingu reitsins. Hugmyndirnar voru kynntar á fundinum í myndasýningu og eru þær hugsaðar sem framlag til að örva umræðuna um framtíð reitsins. Hér að neðan má skoða kynninguna frá Kanon arkitektum þar sem sjá má fróðlegar og frumlegar nálganir á framtíð svæðisins.