22. janúar. 2014 06:01
Þrjú umferðaróhöpp, öll án teljandi meiðsla á fólki, urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Þar á meðal rann bílaleigubíll útaf veginum við Síkisbrýrnar nærri Ferjukoti í Borgarfirði. Mikil hálka var á vettvangi og ekki stætt eins og lögreglumaður orðaði það. Á ferðinni var fjögurra manna fjölskylda frá Suður-Kóreu. Hana sakaði ekki og bíllinn var ökufær þrátt fyrir óhappið. Fólkið var skelkuð eftir þessa lífsreynslu og þegar búið var að draga bílinn upp á veginn bað það lögregluna um að aka fyrir sig þann spotta þar sem hliðarhalli var á veginum og hálkan hvað mest. Bílaleigubíllinn var á ónegldum snjódekkjum sem hentuðu ekki við þessar aðstæður. Í dagbók lögreglu er því velt upp hvað eigendur bílaleigufyrirtækja séu að hugsa að senda erlenda ferðamenn og það frá hitabeltisslóðum út í umferðina á Íslandi á ónegldum dekkjum.