Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2014 09:10

Úrelt aðstaða og þrengsli há dvalarheimilið í Stykkishólmi

Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi er örugglega það dvalarheimili á Vesturlandi sem á lengst í land með að uppfylla skilyrði sem nútíma vistheimili fyrir gamalt fólk. Þörfin fyrir úrbætur hefur lengi verið mjög brýn. Fjárskortur stendur í vegi fyrir endurbótum. Húsnæði dvalarheimilisins var upphaflega teiknað og byggt sem heimavist fyrir börn í grunnskólanum í Stykkishólmi. Þangað komu börn úr sveitunum á innanverðu Snæfellsnesi og eyjunum í Breiðafirði. Árið 1978 var heimavistin aflögð og húsnæðið tekið til notkunar sem dvalarheimili aldraðra. Þar við situr enn, 34 árum síðar. Húsnæði sem var hannað fyrir vistun barna hentar illa sem vistheimili fyrir aldrað fólk.

Alltof lítil herbergi

Hildigunnur Jóhannesdóttir er forstöðumaður Dvalarheimilisins. Hún sýnir blaðamanni Skessuhorns húsakynnin. „Húsið ber auðvitað merki uppruna síns. Það svarar illa kröfum nútímans varðandi dvalarheimili aldraðra. Í dag eru ákveðnar reglur um fermetrafjölda á hvern íbúa á slíkum heimilum. Inni í þeirri tölu er gert ráð fyrir svefnrými, eins konar setukrók og síðan einstaklingsbaði og salerni innangengt úr herberginu þar sem hægt er að koma fyrir hjálpartækjum og aðstöðu. Herbergi fólksins sem býr hér eru allt of lítil,“ segir hún.

 

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær. Í blaðinu er að finna yfirgripsmikla umfjöllun um stöðu dvalarheimilanna í landshlutanum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is