23. janúar. 2014 09:10
Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi er örugglega það dvalarheimili á Vesturlandi sem á lengst í land með að uppfylla skilyrði sem nútíma vistheimili fyrir gamalt fólk. Þörfin fyrir úrbætur hefur lengi verið mjög brýn. Fjárskortur stendur í vegi fyrir endurbótum. Húsnæði dvalarheimilisins var upphaflega teiknað og byggt sem heimavist fyrir börn í grunnskólanum í Stykkishólmi. Þangað komu börn úr sveitunum á innanverðu Snæfellsnesi og eyjunum í Breiðafirði. Árið 1978 var heimavistin aflögð og húsnæðið tekið til notkunar sem dvalarheimili aldraðra. Þar við situr enn, 34 árum síðar. Húsnæði sem var hannað fyrir vistun barna hentar illa sem vistheimili fyrir aldrað fólk.