13. desember. 2004 06:05
Í dag opnaði samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, formlega fyrir umferð inn á nýja veginn og brúna yfir Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi og ók í fararbroddi 60 bíla yfir þessi nýju og glæsilegu samgöngumannvirki. Formleg vígsla verður þó ekki fyrr en í vor. Þar með lýkur vinnu við þverun fjarðarins og brúargerð en nýja leiðin styttir veginn milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um 7 kílómetra.