Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2014 09:01

Þriðjungur fyrirtækja hefur tekjur af menningu

Rétt rúmlega þriðjungur fyrirtækja á Vesturlandi telur sig að einhverju leyti hafa tekjur af menningu og listum. Þetta kemur fram í niðurstöðum fyrirtækjakönnunar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem framkvæmd var í nóvember síðastliðnum. Þar sögðu um 5% fyrirtækja hafa tekjur af menningu og listum að öllu eða miklu leyti á meðan tæp 30% fyrirtækja sögðust hafa tekjur að nokkru eða litlu leyti. Drjúgur meirihluti fyrirtækja, eða 65%, telja sig hins vegar hafa engar tekjur af slíkri starfsemi. Að sögn Vífils Karlssonar hagfræðings hjá SSV voru fyrirtæki sem flokkast undir aðra framleiðsla, mannvirkjagerð, verslun, gisti- og veitingarekstur og upplýsingatækni marktækt frekar á þeirri skoðun að þeir hefðu tekjur af menningum og listum. „Fyrirtæki sem flokkast undir fiskveiðar, námur, orkufyrirtæki og fjármála- og tryggingafyrirtæki töldu sig hins vegar algerlega laus við slíkar tengingar. Engin marktækur munur var síðan á þessari afstöðu á milli landssvæða innan Vesturlands.“

 

 

 

Að mati Vífils hefur lengi verið áhugi á því að vita hvert vægi skapandi greina er á Vesturlandi. Hefðbundin atvinnugreinaflokkun veitir engar slíkar upplýsingar og af þeim orsökum voru fyrirtæki á Vesturlandi spurð að hve miklu leyti þau hefðu tekjur af menningu og listum í könnunni. „Svörin ættu því að gefa vísbendingar fyrir því hvert vægi skapandi greina er á Vesturlandi.“

Forsvarsmenn tæplega 200 af 900 starfandi fyrirtækjum landshlutans tóku þátt í könnunni, sem telst nokkuð gott svarhlutfall að mati Vífils sem vann könnunina ásamt Einari Þ. Eyjólfssyni hjá SSV.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is