Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2014 10:07

Vilbergssynir skutu Garðbæinga í kaf

Skallagrímsmenn sigruðu í sínum öðrum leik í röð í Dominos deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar liðið lagði Stjörnuna frá Garðabæ á heimavelli 97:94 í hörkuleik. Borgnesingar mættu vel stemmdir til leiks og leiddu nær allan leikinn. Grimmd og sigurvilji einkenndi leik liðsins og sömuleiðis góð hittni fyrir utan þriggja stiga línuna. Þar voru fremstir í flokki bræðurnir Páll Axel og Ármann Vilbergssynir sem saman skoruðu 14 þriggja stiga körfur í leiknum, samtals 42 stig. Það munar sannarlega um minna. Um leið sló Páll Axel Íslandsmet með flest þriggja stiga skot leikmanna í úrvalsdeild. Heimamenn í Borgarnesi leiddu eftir fyrsta leikhluta 24:20 og í hálfleik 47:40. Garðbæingar voru hins vegar staðráðnir í að selja sig dýrt og fylgdu heimamönnum eftir við hvert fótmál. Í síðari hálfleik hélt síðan baráttan áfram. Borgnesingar héldu forystunni og voru yfir að loknum þriðja leikhluta 73:65. Stjörnumenn reyndu þó hvað þeir gátu til að jafna leikinn og munaði litlu undir lok leiksins að þeir næðu því markmiði, en minnst fór munur liðanna í tvö stig 93:91 þegar tæp mínúta var eftir.

Öryggi Skallagrímsmanna á vítalínunni á lokaandartökum leiksins gerði hins vegar útslagið þar sem Benjamin Curtis Smith, Egill Egilsson og Orri Jónsson skoruðu úr mikilvægum vítaskotum. Kærkominn sigur í húsi og fögnuðu Borgnesingar, sem fjölmennt höfðu á leikinn, vel og innilega í leikslok.

 

Atkvæðamestur í liði Borgnesinga var Benjamin Curtis Smith sem átti enn einn stórleikinn. Smith skoraði 29 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar af var hann með 14/14 nýtingu af vítalínunni. Næstur kom Páll Axel Vilbergsson með 26 stig sem skráði nafn sitt í sögubækurnar í leiknum. Páll Axel bætti nefnilega þriggja stiga met Guðjóns Skúlasonar um sex körfur í leiknum og hefur enginn maður skorað jafn margar þriggja stiga körfur á ferlinum í Íslandsmótinu, nú samtals 970 körfur. Þá skoraði Ármann Örn Vilbergsson 25 stig, hans besti leikur á ferlinum, Egill Egilsson 7, Sigurður Þórarinsson 4 og Trausti Eiríksson, Davíð Ásgeirsson og Orri Jónsson allir 2.

 

Með sigrinum styrktu Borgnesingar stöðu sína í Dominos deildinni allverulega. Liðið er nú í 9.- 10. sæti með 8 stig ásamt ÍR og er tveimur stigum á eftir liði Snæfells sem er í 8. sæti. Næsti leikur Skallagrímsmanna verður föstudaginn 31. janúar gegn KFÍ. Leikið verður á Ísafirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is