Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2014 05:11

Ráðherra heimilar sölu á Hvalabjór

Sigurður Ingi Jóhansson ráðherra Umhverfis- og auðlindamála hefur heimilað sölu og dreifingu á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði. Þetta staðfesti Dagbjartur Arilíusson eigandi Steðja í samtali við Skessuhorn og er þorrabjórinn umdeildi nú þegar kominn í dreifingu og sölu hjá Vínbúðum ÁTVR. Úrskurður ráðherra er í því fólginn að Brugghús Steðja megi selja og dreifa Hvalabjórnum uns Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur endanlega fjallað um stjórnsýslukæru brugghússins á hendur Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sem bannaði sölu á bjórnum nýverið.

Dagbjartur kvaðst ánægður með ákvörðun ráðherra í málinu en þegar Skessuhorn heyrði í honum var hann í óða önn að vinna að dreifingu bjórsins nú á fyrsta degi Þorra.

 

Heilbrigðiseftirlitð bannaði sölu á Hvalabjórnum á þeirri forsendu að hvalamjölið sem notað var við framleiðslu á bjórnum og framleitt hefur verið af Hval hf. uppfylli ekki skilyrði matvælalaga. Að mati heilbrigðiseftirlitsins er Hvalur hf. ekki með starfsleyfi til framleiðslu á mjöli til matvælaframleiðslu og þar af leiðandi hafi eftirlitið stöðvað framleiðslu Steðja. Um 2,5 kg. af hvalamjöli hafa verið notuð við framleiðslu á þeim 5.000 lítrum af bjórnum sem bruggaður var í aðdraganda Þorra.

 

Forsvarsmenn Brugghússins voru ákvörðuninni ósammála og sagði Dagbjartur í samtali við Skessuhorn í síðustu viku að menn hefðu talið að hvalamjölið væri hráefni sem fyrirtækið mætti nota til bruggunar, enda hefði ekki verið farið í framleiðslu á þorrabjór Steðja að öðrum kosti. Í ljósi þess að verið væri að neyta hvalaafurða á þorrablótum og hægt væri að kaupa kjötið úti í búð hefði verið talið í lagi að nýta mjölið til ölgerðar. Jafnframt sagði Dagbjartur að heilbrigðiseftirlitið hafi ekki gætt meðalhófs í embættisfærslu sinni í málinu. Þess vegna var málinu skotið til ráðherra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is