Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2014 06:01

Saltnotkun frá jólum meiri en allt árið í fyrra

Tíðarfar með tilliti til hálkumyndunar hefur víða um land verið erfitt í vetur. Smærri en einnig alvarleg slys hafa vitnað um það. Nýverið var fjallað um auknar hálkuvarnir á Akranesi og þar er nú í útboði snjómokstur í bænum. Í Grundarfirði hefur hálkan einnig verið talsvert vandamál. Í frétt á vef bæjarins segir að mikill klaki og hálka hafi gert íbúum erfitt um vik með að komast leiðar sinnar á öruggan hátt. Ástandið þykir óvenjulegt og hafa elstu menn varla upplifað annað eins. Starfsmenn Grundarfjarðarbæjar og verktakar við snjómokstur hafa unnið nær samfellt frá jólum að söltun og söndun. Þannig er nú svo komið að saltnotkun frá jólum er orðin meiri en hún var allan veturinn á undan.

 

 

 

„Snjómokstur og hálkuvarnir byggja á mati á aðstæðum hverju sinni og þekkingu og reynslu þeirra sem á þessum málum halda. Allir eru að gera sitt besta. Að þessu sinni eru aðstæðurnar mjög óvenjulegar, en við getum þó huggað okkur við að þetta er tímabundið ástand. Leiðarljósið hjá Grundarfjarðarbæ er að gera allt sem mögulegt er og skynsamlegt, til að tryggja öryggi íbúa,“ segir í ítarlegri hálkufrétt á vef Grundarfjarðarbæjar.

 

Þá segir að gæta þurfi varúðar við notkun sands í miklum mæli þar sem hann geti auðveldlega stíflað frárennslislagnir. „Þá daga sem hlýrra hefur verið, hafa starfsmenn notað til að brjóta niður klakann, sem einungis er hægt að gera við rétt hitastig. Þá er ekki hægt að sleppa dýrmætu tækifæri þegar réttar aðstæður gefast, jafnvel þó beri upp á helgi. Mikið hefur áunnist þessa dagana við niðurbrotið.“

 

Meðan ástandið er með þeim hætti að sífellt frysti og hálka myndast er fólk hvatt til að nota rétta skóbúnaðinn og ekki síður að hjólbarðar bifreiða séu vel búnir til aksturs í hálku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is