Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2014 09:01

Gáfu stórfé til söfnunar lækningatækis

Hjónin Sesselja Pálsdóttir og Þorbergur Bæringsson í Stykkishólmi mættu nýverið á Landspítalann ásamt dóttur þeirra Kristínu Jóhönnu og færðu spítalanum að gjöf 700.000 krónur. Um leið hófst formleg söfnun til kaupa á tæki sem kallað er aðgerðaþjarkur eða róbót, en það mun nýtast til margvíslegra skurðaðgerða en þó einkum við þvagfæraskurðlækningar og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Áætlað er að tækið kosti um 300 milljónir króna. Hægt er að leggja málinu lið með fjárframlögum og er slóð á söfnunarsíðu átaksins www.islandsbanki.is/robot

 

 

Þorbergur sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins af þessu tilefni á laugardaginn að hann hafi greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir nokkrum árum en hafi fengið bót meina sinna. Þegar byrjað hafi verið að ræða um að mikilvægt væri að Landspítalinn fengi róbót af þessu tagi, sem auðveldaði meðal annars aðgerðir vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, hafi sér runnið blóðið til skyldunnar. Þegar hann hafi átt sjötugsafmæli skömmu fyrir jól hafi hann látið þau boð út ganga að vildi fólk gefa eitthvað í tilefni tímamótanna vildi hann að féð rynni í söfnun fyrir róbótinum.

 

Þess má geta að í jólablaði Skessuhorns var ítarlegt viðtal við Þorberg smið og fyrrum slökkviliðsstjóra í Stykkishólmi í tilefni tímamótanna í lífi hans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is