27. janúar. 2014 01:48
Jón Eggert Bragason skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga á 60 ára afmæli í dag. Starfsmenn og nemendur skólans ákváðu að halda upp á daginn og koma skólameistara sínum á óvart. Það voru því ófáir tölvupóstarnir sem gengu á milli kennara og nemenda til að afmælisfögnuðurinn gengi upp og að afmælisbarnið kæmist ekki á snoðir um neitt tilstand. Það kom honum því mikið á óvart í matartímanum þegar hann var dreginn niður í matsal og allir viðstaddir tóku undir afmælissönginn honum til heiðurs. Hann var svo leystur út með gjöfum að söng loknum.