28. janúar. 2014 02:01
Aðalsveitakeppni Briddsfélags Borgarfjarðar hélt áfram í gærkveldi. Arasynir úr Borgarnesi, vel studdir af forystu bænda, héldu uppteknum hætti og völtuðu yfir aðrar sveitir að bændasið. Fór enda svo að þeir Sindri, Egill, Guðmundur og Unnsteinn héldu toppsætinu á mótinu með 63,36 stig. Dóra skoraði mest yfir kvöldið, eða 33,99 af 40 mögulegum. Það tryggir henni, Rúnari, Önnu Heiðu, Heiðari og Loga annað sætið með 63,07 stig. Vatnshamrabúið er svo í þriðja sæti með 42,25 stig og Skagamenn í fjórða með 41,49.