Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2014 03:32

Vilja að ýsukvótinn verði aukinn um 5000 tonn

Fulltrúar Landssambands smábátasjómanna funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í morgun. Á fundinum kom fram að staðan væri alvarleg hjá smábátasjómönnum. Kostnaður við útgerðina hafi aukist mikið og smábátaeigendum finnist að sníða eigi veiðigjaldið að afkomu útgerðarinnar. Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS sagði á fundinum að bátarnir væru að stöðvast hver af öðrum. Það myndi leiða til atvinnuleysis í landi og yfirvofandi að hundruð manna missti vinnuna. Í dag væri algjörlega vonlaust að fá leigðan ýsukvóta og ljóst að LS gerði kröfu til stjórnvalda um að ýsukvótinn yrði aukinn um 5000 tonn. Til fundarins var boðað eftir fund LS með sjávarútvegsráðherra í síðustu viku. LS lagði áherslu á að til fundarins yrði boðað sem fyrst þar sem málefnið þyldi enga bið og brýnt að ræða um fyrirsjáanlega erfiðleika útgerða. Á fundinn í gærmorgun voru einnig mættir fulltrúar fiskframleiðenda, íslenskra útvegsmanna, fiskvinnslustöðva og Hafrannsóknastofnunar.

Á fundinum benti Örn Pálsson hjá LS á að haustrallið hafi komið vel út og kvaðst hann vongóður um að ná samkomulagi við Hafrannsóknastofnun. Í umfjöllun á vef RÚV tekur Björn Ævarr Steinarsson forstöðumaður veiðiráðgjafasviðs Hafrannsóknastofnunar ekki í sama streng. Hann segir núna á leiðinni fimm til sex lélega árganga ýsu og alveg sama hvað gert verði að ýsuaflinn muni fara minnkandi á næstu árum. Ekki sé ráðlegt að auka við aflann nú.

 

Nánar er fjallað um skort á ýsukvóta í Skessuhorni vikunnar sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is