Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2014 11:05

Skoðanakönnun mælir meirihluta fallinn á Akranesi

Morgunblaðið birtir í dag skoðanakönnun um fylgi flokka á Akranesi. Samkvæmt niðurstöðum hennar er meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna í bæjarstjórninni fallinn. 

 

Sjálfstæðisflokkurinn bætir 8,9 prósentum við sig frá kosningunum 2010. Samkvæmt könnuninni fer hann úr 25,2% í 34,1%. Samfylkingin tapar hins vegar 11,4% fylgi. Flokkurinn fer úr 34,8% árið 2010 í 23,4%.

 

Framsóknarflokkurinn dalar einnig. Hann fer úr 23,8% fylgi kosninganna fyrir fjórum árum í 16,8% í könnun Morgunblaðsins. Það yrði 7% tap ef þetta yrðu niðurstöður kosninga.  Einnig dregur úr stuðningi við VG. Flokkurinn fellur úr 16,3% í 10,2%.

 

Björt framtíð og Píratar sem aldrei hafa boðið fram í bæjarstjórnarkosningum á Akranesi mælast nú með fylgi. Björt framtíð myndi samkvæmt könnuninni fá 12% og Píratar 3,6%. Þannig fengi Björt framtíð einn bæjarfulltrúa. Aðrir flokkar mælast ekki.

 

Miðað við niðurstöður þessarar könnunar er núverandi meirihluti bæjarstjórnar fallinn. Hann fengi fjóra fulltrúa í bæjarstjórn í stað þeirra sjö sem sitja á hans vegum í dag. 

 

Könnunin var gerð af Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hún var framkvæmd dagana 15. til 23. janúar. Svarhlutfall í henni var 62% og fjöldi þeirra sem svöruðu voru 306 manns.

 

Þess má geta að engir flokkar eða framboð hafa enn opinberað lista sína til komandi bæjarstjórnarkosninga sem haldnar verðar 31. maí.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is