31. janúar. 2014 09:01
Eftir að læknavísindin færðust í aukana og aðbúnaður fólks batnaði þannig að barnadauði varð sem mest úr sögunni, urðu til stórar og miklar fjölskyldur í landinu. Einna frægastur frá síðustu öld er 21 systkina hópur frá bæ einum af Kleifunum við Ólafsfjörð. Húsbóndinn þar á bæ sagði í viðtali í sjónvarpinu, í Stiklum Ómars Ragnarssonar að mig minnir, að konan sín hefði ekki mátt hengja brókina sína út á snúru þá hafi hún orðið ólétt. Núna á seinni áratugum er orðið fremur fátítt að hitta fólk sem fæddist í kringum miðja síðustu öld úr verulega stórum systkinahópi. Fyrir stuttu hitti blaðamaður á förnum vegi Sigurð Karl Karlsson matreiðslumeistara sem fæddist og ólst upp á bænum Öxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Sigurður er úr hópi 15 systkina sem fæddust á 19 ára tímabili frá árinu 1940 til 1959. Öll eru þau systkini á lífi og hafa komist vel til manns. Þau ólust upp við nokkuð sérstakar aðstæður.
Enginn barlómur
Sigurður sem fæddist 1958 segir að þegar hann man fyrst eftir sér hafi bústofninn í Öxl verið um það bil 150-200 kindur, átta kýr og tveir dráttarhestar. Þau Emilía og Sigurður segja að varla hafi verið hægt að tala um fátækt á heimilinu þótt efnin væru naum. „Það var alltaf nóg að borða en maturinn fremur fábreyttur, oftast kjöt eða fiskur og afgangarnir nýttir vel. Við vitum ekki alveg hvernig það var þegar elstu systkini okkar voru að alast upp en elstu bræður okkur voru eftir myndum að dæma í góðum fatnaði og skóm."
Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.