Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2014 02:01

Góð þátttaka á Mannamóti ferðaþjónustunnar

Síðastliðinn fimmtudag stóðu markaðsstofur landshlutanna í fyrsta sinn fyrir sameiginlegum kynningarfundi ferðaþjónustuaðila af landsbyggðinni undir nafninu Mannamót. Það fór fram í flugskýli flugfélagsins Ernis í Reykjavík frá klukkan 12-16. Þar komu saman um 160 öflug fyrirtæki af öllu landinu og kynntu vörur og þjónustu. Þar af voru 30 fyrirtæki af Vesturlandi sem tóku þátt.  Tilgangurinn með verkefninu er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru í Reykjavík og stuðla þannig að aukinni og betri dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu heilsárs ferðaþjónustu.

„Mikill fjöldi gesta kom og tók þátt í kynningunni og voru allir sammála um að greinilega væri mikil gróska í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Ljóst þykir að endurtaka verður þennan vel heppnaða viðburð aftur að ári,“ segir Kristján Guðmundsson sem starfar hjá Markaðsstofu Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is