29. janúar. 2014 03:56
Breski golfvefurinn „top100golfcourses.co.uk,“ valdi nýverið Garðavöll á Akranesi sem þriðja besta golfvöll landsins. Í fyrsta sæti telja Bretarnir vera Hvaleyrarvöll í Hafnarfirði og annan besta völlinn Grafarholtsvöll í Reykjavík. „Það er ánægjulegt að segja frá því að Garðavöllur er talinn þriðji besti golfvöllur Íslands líkt og árið 2012 þegar listinn var síðast gefinn út. Þetta er án efa hvatning til Leynisfélaga um að við eigum góðan golfvöll sem eftir er tekið,“ segir í tilkynningu frá Golfklúbbnum Leyni.