Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. janúar. 2014 02:05

Gert ráð fyrir fækkun veiðidaga á grásleppuna

Í upphafsreglugerð um hrognkelsa- og grásleppuveiðar á komandi vertíð frá sjávarútvegsráðuneytinu er netadögum fækkað enn. Veiðidögum á grásleppu hefur fækkað síðustu árin, meðal annars vegna offramboðs á hrognum á heimsmarkaði. Samkvæmt upphafsreglugerð fyrir komandi vertíð sem gefin var út sl. fimmtudag verður útgerðum hvers báts með veiðileyfi heimilt að hafa net í sjó í samfellt 20 daga. Dagafjöldinn á síðustu vertíð var 32 dagar og vertíðinni þar á undan 50. Netafjöldi í sjó á hvern bát verður áfram sá sami og á síðustu veríð, 200 net, en þeim fækkaði þá úr 300 frá vertíðinni þar á undan. Óbreytt er í nýrri reglugerð veiðitímabil. Hjá bátum sem gerðir verða út frá Faxaflóa verður frá tímabilið 1. apríl til 14. júní. Sami tími er á svæði 1 við Breiðafjörð, en á svæði 2 sem er meginveiðisvæðið við fjörðinn verður veiðin leyfð frá 20. maí til 2. ágúst.

 

 

 

Örn Pálsson framkvæmdastjóri Félags smábátaeigenda sagði í samtali við Skessuhorn að þessi dagafjöldi kæmi varla til með að standa, en hann er sá sami og í upphafsreglugerð á síðasta ári. Örn segir að grásleppusjómönnum hafi fundist það á mörkunum að hægt væri að gera út á 32 dagana í fyrra. Það sem hafi bjargað vertíðinni þá var að vel hafi veiðst á öllum veiðisvæðum. „Það þarf ekki nema eina brælu hjá körlunum og þá er þetta farið,“ segir Örn. Hann segir að endanlegur dagafjöldi myndi ráðast af útkomu í togararallinu seinna í vetur og Hafrannsóknastofnun hefði frest til 1. apríl að gefa út endanlega ráðgjöf um fjölda veiðidaga á vertíðinni. Örn segir að útgerðir sem stundi grásleppuna hefi m.a. komið með tillögu um að fækkun veiðidaga yrði bætt upp með því að sameina leyfi, þannig að tvö leyfi yrði að einu og hálfu. Sem myndi þó ekki þýða meiri sókn heldur hagkvæmdari veiðar. Á það hefði ekki verið fallist, meira að segja ekki þótt það yrði takmarkað við þær útgerðir sem gert hefðu út á grásleppuna á eina af þremur undangegnum vertíðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is