Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. janúar. 2014 02:28

Bæjarstjóri Stykkishólms hættir 1. mars

Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri í Stykkishólmi hefur óskað eftir að láta af störfum 1. mars næstkomandi. Hún lagði fram beiðni um þetta á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms síðdegis í gær. Erindi hennar var samþykkt. Með þessu hættir Gyða áður en ráðningartíma hennar lýkur en hann var fram til þess að ný bæjarstjórn tæki við að afloknum kosningum 31. maí næstkomandi.

Skessuhorn birti í liðinni viku viðtal við Gyðu þar sem hún sagðist ekki ætla að gefa kost á sér til starfa sem bæjarstjóri á næsta kjörtímabili. Hún sagðist vilja sinna öðrum störfum sem væru fjölskylduvænni þar sem vinnutími væri reglulegri. Gyða er móðir þriggja ungra drengja og hún vill eiga meiri tíma með þeim.

 

Gyða Steinsdóttir var bæjarstjóraefni L-lista félagshyggjufólks í Stykkishólmi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010. Áður en hún gaf kost á sér til bæjarstjórastarfsins hafði hún rekið bókhaldsskrifstofu í Stykkishólmi.

 

Á bæjarstjórnarfundinum í gær var Lárusi Ástmari Hannessyni forseta bæjarstjórnar falið að ganga frá starfslokum Gyðu. Gretar D. Pálsson bæjarfulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks lagði til að samið verði við Þór Örn Jónsson bæjarritara um að sinna störfum bæjarstjóra til loka kjörtímabilsins. Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti að vísa þeirri tillögu til næsta bæjarráðsfundar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is