31. janúar. 2014 03:27
Vatnstjón vegna stíflaðra niðurfalla eða þakrenna verða oft við aðstæður eins og nú ríkja. Nú spáir hlýnandi veðri í kvöld og við slíkar aðstæður eykst hættan á vatnstjóni vegna stíflaðra niðurfalla, þakrenna, klaka og snjóa á svölum eða við kjallarainnganga. Oftar en ekki er um að ræða tjón sem tryggingafélög bæta ekki. Það skiptir því miklu máli að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða.