Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. febrúar. 2014 06:01

Umtalaðasti þorrabjór allra tíma seldist upp á viku

„Hvalur þorrabjór Steðja er uppseldur hjá framleiðanda,“ sagði í tilkynningu á Fésbókarsíðu Brugghússins Steðja í Borgarfirði um síðustu helgi. Þá var rétt vika liðin frá bóndadegi, en síðdegis fyrsta dag í þorra fékkst heimild til að setja bjórinn í dreifingu. Heilbrigðiseftirlitið hafði þá nokkru áður bannað framleiðslu og dreifingu bjórsins á þeim forsendum að ekki Hvalur hf. hefði ekki heimild til að selja hvalamjöl til matvælavinnslu. Brugghúsið kærði þá ákvörðun til atvinnuvegaráðuneytisins sem úrskurðaði á bóndadaginn að sala Hvalabjórs væri heimil tímabundið meðan málið væri skoðað ofan í kjölinn. Mikil sala var síðan í þeim Vínbúðum sem tóku bjórinn til sölu og var öll framleiðslan uppseld viku eftir að hún fór á markað. Auk valinna Vínbúða var bjórinn seldur á nokkrum veitingahúsum og er hugsanlega hægt að nálgast Hvalabjór þar hafi áhugasamir gripið í tómt í vínbúðunum.

 

 

 

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is