06. febrúar. 2014 10:19
„Þetta er bara eignaupptaka. Við getum ekki gert út á þetta, eigum ekki fyrir hafnargjöldum eða neinu ef þetta á að vera svona. Það kostar fé að hefja veiðar, það þarf að borga leyfi og annað. Verði veiðarnar með þeim hætti sem reglugerðin nú kveður á um verða ekki eftir neinir peningar til að gefa tekjur og borga laun. Grásleppubátar hafa nú verið að skila ansi miklu í hafnargjöld til dæmis hér í Stykkishólmi. Þegar mest hafa þetta verið um 25 bátar til dæmis þegar afkoman var hvað best á veiðunum fyrir þremur árum síðan. Síðan hefur grundvellinum verið kippt undan útgerðinni, einkum fyrir þessar reglugerðir sem stjórnvöld senda frá sér árlega,“ segir Þröstur Ingi Auðunsson útgerðarmaður í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn.