06. febrúar. 2014 06:01
Illa slasaður köttur fannst í götukanti við Borgarbraut í Borgarnesi um miðjan dag á mánudaginn í liðinni viku. Kötturinn var það illa á sig kominn að hann var aflífaður. Vegfarandi hafði orðið kattarins var í vegkantinum og látið lögreglu vita. Þótti ljóst að kötturinn hefði legið þar um hríð. Lögreglan í Borgarfirði og Dölum vill brýna fyrir fólki að láta lögreglu, dýraeftirlitsmenn eða eigendur gæludýra vita ef það sér slösuð eða dauð gæludýr. Þá brýnir LBD fyrir eigendum gæludýra að tryggja að dýrin hafi merkingu, t.d. ól um háls með nafni og símanúmeri eigenda.