Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. febrúar. 2014 10:34

Hvalfjarðarlistinn býður fram í vor

Framboðsmál í Hvalfjarðarsveit skýrðust talsvert í gærkveldi þegar samþykkt var á fundi Hvalfjarðarlistans að bjóða fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Jafnframt tilkynnti Sigurður Sverrir Jónsson, núverandi oddviti listans og oddviti sveitarstjórnar, að hann væri tilbúinn eins og staðan er í dag að gefa kost á sér áfram í sveitarstjórn. „Þetta var góður fundur og einhugur í fólki að halda áfram því starfi sem við höfum staðið fyrir,“ sagði Sigurður Sverrir í samtali við Skessuhorn í morgun. Fundurinn var haldinn heima hjá oddvitanum í Stóra-Lambhaga og voru 18 manns mættir.

 

 

 

Eins og Skessuhorn hefur greint frá hefur verið unnið að og hvatt til að viðhöfð verði óhlutbundin kosning í sveitinni í vor og undirskriftasöfnun í gangi. Þannig hittist á að þegar búið var að funda á annan klukkutíma í gærkveldi var bankað og þar mættur Björn Páll Fálki Valsson með undirskriftarlistann til hvatningar fyrir að íbúar sameinist um óhlutbundna kosningu í vor. Fundarfólk skrifaði ekki á listann að sögn Sverris, en hann segir að fólk hafi verið sammála um að kæmi afgerandi niðurstaða í undirskriftasöfnuninni yrði ákvörðun um framboð Hvalfjarðarlistans endurskoðuð. Var í því sambandi talað um að ef í ljós kæmi að 70-80% kjörbærra manna hvettu til óhlutbundinna kosninga yrði málið endurskoðað.

 

Við síðustu sveitarstjórnarkosningar fyrir fjórum árum voru þrír listar boðnir fram í Hvalfjarðarsveit. L-listi Hvalfjarðarlistans og E-listi Einingar fengu hvor um sig þrjá menn kjörna og H-listi Heildar einn mann. Ekki liggur fyrir hvort þeir sem næstir standa Sigurði Sverri á Hvalfjarðarlistanum ætli að gefa kosta á sér áfram. Í sveitarstjórninni núna eru aðalmenn af L-lista, auk Sigurðar Sverris, Sævar Ari Finnbogason í Glóru og Halldóra Halla Jónsdóttir í Gröf.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is