06. febrúar. 2014 01:52
Austurríski spunahópurinn Voces spontane heldur tvenna tónleika á Vesturlandi nú í þessari viku. Fyrri tónleikarir verða í kvöld, fimmtudaginn 6. febrúar, í Landsámssetrinu í Borgarnesi og hefjast kl. 20. Þeir seinni verða svo í Vatnasafninu Stykkishólmi á morgun, föstudaginn 7. febrúar, kl. 18. Hópurinn voces spontane var stofnaður 1993 af Sibyl Urbancic. Hann hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju (með Manuelu Wiesler flautuleikara), á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar.