06. febrúar. 2014 02:44
Lottóspilari sem freistaði gæfunnar og keypti sér miða í Olís við Suðurgötu á Akranesi hafði heldur betur heppnina með sér í Víkingalottóinu að þessu sinni. Hann var einn með hinn alíslenska bónusvinning, þ.e. 5 réttar aðaltölur og aðra bónustöluna, og hlýtur rúmlega tólf og hálfa milljón króna í vinning. Enginn var hins vegar með allar aðaltölurnar réttar og verður fyrst vinningur því tvöfaldur í næstu viku. Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í vinning, annar miðinn var keyptur í N1 á Hellissandi en hinn á lotto.is.