13. desember. 2004 12:16
Engra tillagna er að vænta frá Hafrannsóknastofnun um loðnuveiðar í bili. Þetta kemur fram í samtali við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Hann segir þar að ekki hafi náðst viðunandi mæling á stofninum í haust. Ekki hafi náðst að kanna allt leitarsvæðið og bíða verði annars leiðangurs í janúar, áður en ákvörðun liggi fyrir.