10. febrúar. 2014 08:01
Á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar, er 112 dagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað segir að á Akranesi í ár ætli Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar að hafa opið hús frá klukkan 16.00. Björgunarfélag Akraness, lögreglan og sjúkraflutningamenn verða einnig á staðnum. „Allir þessir aðilar munu kynna starfsemi sína og þau tæki og tól sem þeir nota við í vinnu sína. Slökkviliðið mun einnig afhenda einum grunnskólanemanda vinning en sá var dreginn úr potti eldvarnagetraunar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna nú á dögunum. Aldrei er að vita nema hægt verði að fá að prófa brunaslöngu slökkviliðsins, klifra hjá björgunarfélaginu, kveikja á sírenum og eitthvað fleira,“ segir í tilkynningunni.