10. febrúar. 2014 12:01
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fyrir árið 2013 jókst heildarframleiðsluvirði landbúnaðar hér á landi um 4,3% á árinu og var 61,5 milljarður á grunnverði, þ.e. að meðtöldum vörustyrkjum en að frátöldum vörusköttum. Aðfanganotkun er talin hafa aukist um 4,7% og er nú 44,2 milljarðar. Í tilkynningu frá Hagstofu Íslands, sem gefur nú í annað skipti út hagreikninga, er magnbreyting framleiðslu í landbúnaði árið 2013 hverfandi miðað við árið 2012 og vöxturinn nær alfarið vegna verðbreytinga.