13. desember. 2004 04:29
Verkalýðsfélag Akraness og svæðisvinnumiðlun Vesturlands hafa hug á að hefja samstarf er lýtur að námskeiðshaldi fyrir atvinnulausa og félagsmenn VLFA. Félagið stendur fyrir fiskvinnslunámskeiði í janúar og hefur nú þegar boðið Svæðisvinnumiðlun Vesturlands að kanna hvort einhverjir sem nú eru atvinnulausir hafi áhuga að fara á slíkt námskeð. Fyrir liggur að um 25 starfsmenn HB-Granda og um 17 starfsmenn hjá Laugafiski ætla að fara á fiskvinnslunámskeiðið í janúar.