11. febrúar. 2014 01:12
Útibú Alta á Snæfellsnesi hefur flutt sig um set og er núna að Grundargötu 30 í Grundarfirði, efri hæð. Þar hefur bæjarskrifstofan verið til húsa undanfarin ár. Á næstu vikum mun skrifstofa Grundarfjarðarbæjar flytjast í húsnæðið við Borgarbraut þar sem útibúið var áður. Þá munu starfsmenn Alta koma sér enn betur fyrir á Grundargötunni og fleiri fyrirtæki bætast við á hæðinni. Allt ætti að vera komið í endanlegt horf í lok apríl.
Alta er ráðgjafarfyrirtæki og fagnar í sumar tíu ára starfsemi á Snæfellsnesi. Níu starfsmenn eru í Reykjavík og tveir á Snæfellsnesi, þær Björg Ágústsdóttir og Kristín Rós Jóhannesdóttir. Alta fæst við skipulagsmál og landslagshönnun, almenna verkefnastjórnun, innleiðingu umhverfisstarfs og samfélagsábyrgðar hjá fyrirtækjum, aðstoðar ferðaþjónustufyrirtæki m.a. við innleiðingu Vakans, við gerð kynningarefnis og skipulag ferðaþjónustu og er viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlitsins við gerð áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum.
Björg og Kristín Rós hlakka til að fá heimsóknir á Grundargötu 30. Símanúmer eru hin sömu og áður og frekari upplýsingar á vefnum alta.is
fréttatilkynning