12. febrúar. 2014 11:01
Stjórn Stéttarfélag Vesturlands samþykkti á fundi sínum 28. janúar sl. að skora á sveitarstjórnir á starfssvæði sínu að styðja við samstarf aðila vinnumarkaðarins í átaki gegn svartri atvinnustarfsemi, sérstaklega þegar opinber útboð og innkaup eru annars vegar. Í áskoruninni frá StéttVest segir að mikilvægt sé að leggjast gegn hvers kyns gerviverktöku, t.d. í byggingariðnaði, þjónustutengdri mannvirkjagerð og veitingastarfsemi. Auka þurfi eftirlit með starfsemi og skattskilum þjónustuveitenda og starfsmanna þeirra og þá þurfi að gera átak á sviði útboðsmála til að koma í veg fyrir undirboð sem byggja á svokölluðu kennitöluflakki. „Stjórn Stéttarfélags Vesturlands telur að leikreglur sem miða að þessu marki séu sjálfsagðar í opinberum innkaupum, óháð fjárhæðum þeirra eða hvort í hlut eiga ríkið eða sveitarfélögin,“ segir áskoruninni til sveitarstjórna.