12. febrúar. 2014 03:48
Leikmenn meistaraflokka karla og kvenna hjá körfuknattleiksdeild Snæfells í Stykkishólmi heiðruðu Gunnar Svanlaugsson formann deildarinnar á stjórnarfundi nýverið. Tilefnið var að Gunnar varð sextugur á dögunum. Brugðu leikmennirnir á það ráð að ryðjast inn á stjórnarfund og syngja fyrir formann sinn lagið „Leiðin okkar allra“ með hljómsveitinni Hjálmum við gítarleik Sveins A. Davíðssonar, leikmanns Snæfells. Að söngnum loknum færði síðan Pálmi Freyr Sigurgeirsson Gunnari að gjöf áritaðan Snæfellsbúning fyrir hönd beggja liða. Að sjálfsögðu var tala 60 á búningnum. Kristján Andrésson leikmaður Snæfells tók upp atburðinn og sett hann inn á myndbandasvæðið YouTube. Myndband hans má sjá hér að neðan.