17. febrúar. 2014 09:01
Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Borgarfjarðarhéraði verður haldinn í Félagsheimilinu Valfelli þriðjudaginn 18. febrúar nk. og hefst kl. 20:00 með kvöldmat í boði félagsins. „Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Gestir á fundinum verða Þórarinn Ingi Pétursson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og Guðlaugur Antonsson nýráðinn dýraeftirlitsmaður hjá Matvælastofnun. Á fundinum mun viðurkenning um framfarir í ræktunarstarfinu afhent í fimmta sinn,“ segir í tilkynningu frá félaginu.