20. febrúar. 2014 01:26
Vesturlandsliðin í Dominosdeild karla í körfubolta verða í eldlínunni í kvöld þegar 18. umferðin af 22 í deildinni byrjar. Skallagrímsmenn taka á móti Þór Þorlákshöfn í Borgarnesi en Snæfell sækir Valsmenn heim á Hlíðarenda. Skallagrímsmenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda í kvöld þar sem þeir berjast fyrir tilveru sinni í deildinni. Þeir eru í 10. sæti með 8 stig jafnir Ísfirðingum sem eru í 11. sætinu. Þór er tíu stigum ofar í 6. sæti deildarinnar. Snæfell er enn í 8. sæti Dominosdeildarinnar með 14 stig, jafnmörg og Haukar í Hafnarfirði sem eru í 7. sætinu. Valsmenn eru hinsvegar með aðeins 4 stig og nánast fallnir í 1. deild. Leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 og má fylgjast með lifandi tölfræðilýsingu frá leikjunum á vef Körfuknattleikssambands Íslands, www.kki.is.