20. febrúar. 2014 04:14
Söngkeppni Nemendafélags FVA var haldin á sal skólans í gærkvöldi, miðvikudagskvöld. Fjórir hópar kepptu um að verða fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin á Akureyri í apríl. Sigurvegarar kvöldsins urðu Hjördís Tinna Pálmadóttir, Margrét Brandsdóttir og Sigurlaug Rún Hjartardóttir sem sungu saman við undirleik Aðalsteins Bjarna Valssonar og Nikulásar Marels Ragnarssonar. Myndin var tekin þegar þau stigu á svið í annað sinn og endurtóku lögin „As long as you love me“ og „Wide awake“.