Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. febrúar. 2014 02:28

Áttatíu prósent íbúa í skoðanakönnun fylgjandi persónukjöri

Nýverið fór hópur íbúa úr Hvalfjarðarsveit af stað í söfnun undirskrifta þar sem skorað er á fólk í sveitarfélaginu að styðja hugmynd um persónukjör í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Frá því Hvalfjarðarsveit varð til við samruna fjögurra sveitahreppa 2006 hefur verið kosið listakosningu. Björn Páll Fálki Valsson ferðaþjónustubóndi að Þórisstöðum í Svínadal er forgöngumaður að söfnun undirskrifta. Nú hefur verið lokið söfnun þeirra og reyndust 80% þeirra sem náðist til vera fylgjandi persónukjöri. 20% voru ýmist fylgjandi listakosningu eða vildu ekki taka þátt í könnuninni. „Við sem stöndum að söfnun undirskriftanna erum afar ánægð með þessa niðurstöðu. Samkvæmt Hagstofunni voru 466 íbúar í sveitarfélaginu 18 ára eða eldri árið 2013 og af þeim tóku 307 þátt í þessari könnun, eða tæplega 66% kosningabærra íbúa. Af þeim eru 80% fylgjandi því að hætt verði að kjósa listakosningum í sveitarfélaginu. Ég trúi ekki öðru en á það sjónarmið verði hlustað enda er yfir helmingur kosningabærra íbúa fylgjandi persónukjöri,“ sagði Björn Páll í samtali við Skessuhorn.

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni eru skiptar skoðanir meðal núverandi sveitarstjórnarfólks í Hvalfjarðarsveit um ágæti persónukjörs eða listakosninga. Hallfreður Vilhjálmsson oddviti E lista er t.d. stuðningsmaður persónukjörs en fylgjendur L lista, Hvalfjarðarlistans, sem nýverið samþykktu að bjóða fram lista á ný, vildu endurskoða afstöðu sína ef 70-80% íbúa úr fyrrgreindri könnun reynast fylgjandi persónukosningu. Kom það fram í frétt nýverið þar sem rætt var við Sigurð Sverri Jónsson oddvita í kjölfar fundar L listafólks.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is