23. febrúar. 2014 01:39
Laust fyrir klukkan eitt í dag var Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ kölluð út vegna slasaðs mannns við Rauðfeldargjá á sunnanverðu Nesinu. Ekki er nákvæmlega vitað um aðdraganda slyssins, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu, en þó virðist maðurinn hafa verið við göngu í fjallshlíðinni við gjánna og runnið niður hlíðina, fram af hengju og ofan í ánna. Björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraflutningamönnum og lækni eru rétt í þessu að koma að manninum. Aðstæður eru erfiðar á staðnum og bera þarf hinn slasaða einhverja leið í sjúkrabíl.