Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2014 06:01

Kynlífsverkfall út af knattspyrnuáhuga karlanna

Leikdeild Umf. Skallagríms situr ekki auðum höndum þessa dagana. Félagar í deildinni æfa af kappi söng- og gleðileikinn Stöngin inn eftir Guðmund Ólafsson. Stefnt er að frumsýningu föstudaginn 14. mars í Lyngbrekku. „Leikritið byggir á 2500 ára gömlum gamanleik, Lýsiströtu eftir Aristofanes. Þar fara konurnar í kynlífsverkfall til að karlarnir semdu um frið og hættu styrjaldarátökum, en um leið er varpað ljósi á átök kynjanna. Í Stöngin inn fara konurnar í kynlífsverkfall til að karlmennirnir hætti að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Leikritið er mjög líflegt og skemmtilegt. Mikil tónlist er í verkinu og byggir hún á ABBA lögum við íslenska texta. Leikhópurinn var við stífar söngæfingar hjá Theodóru Þorsteinsdóttur í Tónlistarskóla Borgarfjarðar nú í janúar,“ segir Olgeir Helgi Ragnarsson formaður Leikdeildar Umf. Skallagríms í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Stöngin inn var frumsýnd í fyrsta sinn fyrir ári hjá sameiginlegu leikfélagi Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Það hlaut verðlaun sem athyglisverðasta leiksýning áhugaleikfélaganna og var í kjölfarið sýnt í Þjóðleikhúsinu, eins og jafnan fylgir þeirri viðurkenningu. „Samlestur hófst í desember, söng- og tónlistaræfingar í janúar og nú eru sviðsæfingar hafnar í Lyngbrekku undir leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar, sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir þær leiksýningar sem hann hefur stýrt á undanförnum árum. Þá stýrir Birna Hafstein dansatriðum,“ bætir Olgeir við. Sextán leikarar fara með hlutverk í Stöngin inn, auk þriggja manna hljómsveitar. Alls taka yfir þrjátíu manns þátt í uppfærslunni en hún er númer 78 í röðinni af verkefnum Leikdeildar Umf. Skallagríms frá upphafi, í 98 ára sögu Leikdeildarinnar sem setti upp sitt fyrsta verk árið 1916. Áhugasamir geta haft samband við miðasölu Leikdeildarinnar í síma 846-2293.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is