27. febrúar. 2014 03:01
Hefð er komin fyrir því að nemendur Tónlistarskóla Akraness fari einu sinni á önn á Höfða og spili þar fyrir íbúa og starfsfólk. Fríður hópur ungmenna lagði því leið sína þangað á fimmtudaginn. Spilað var á ýmis hljóðfæri og sungið. Aldursforsetinn í TOSKA, Gísli S Einarsson, spilaði síðan og stýrði fjöldasöng í lokin.