Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2014 04:47

Á annað hundrað milljónum veitt til samfélagsmála á Akranesi

Þær gerast varla stærri gjafirnar en þær sem afhentar voru við athöfn í Bæjarþingsalnum á Akranesi í morgun. Þá var formlega lagður niður minningarsjóður sem stofnað var til árið 1969 til minningar um hjónin á Bræðraparti á Akranesi, Guðlaugu Gunnlaugsdóttur húsmóður og Jón Gunnlaugsson útvegsbónda. Við athöfnina sl. föstudag var veitt framsal fyrir rúmum hundrað milljónum króna til uppbyggingar og velferðar á Akranesi eins og fram kom í ávarpi Elínar Sigrúnar Jónsdóttur þegar hún minntist afa síns og ömmu frá Bræðraparti. Við slit á minningarsjóðnum rennur bróðurpartur hans til björgunarmála á Akranesi. Þau mál voru Bræðrapartshjónum hugleikin og ákvæði um þann skipan í reglum sjóðsins. Björgunarfélag Akraness og Slysavarnarfélagið Líf fá lóð sjóðsins til eignar, en fasteignamat hennar er um 66 milljónir króna. Björgunarfélagið og Líf fá auk þess 20 milljónir krónur samtals í peningum. Sjóðsstjórn fær tæplega 35 milljónir sem úthlutað verður til eftirfarandi verkefna: Tíu milljónir fara til fjármögnunar endurbóta sem hafa verið gerðar á gamla vitanum á Breið á Akranesi, en þar var Jón Gunnlaugsson vitavörður í rúm 30 ár. Tíu milljónir króna fara til Byggðasafnsins í Görðum til varðveislu muna fjölskyldunnar sem gefnir hafa verið til safnsins, þar með talinn er árabáturinn Sæunn. Loks verður hluta sjóðsins varið til að byggja heita laug við Langasand á Akranesi til afnota fyrir almenning. Laugin skal bera nafnið Guðlaug.

Stofnárið 100 ára árstíð Jóns

Eins og áður segir eru eignir minningarsjóðsins metnar á liðlega eitt hundrað milljónir króna. „Það er von fjölskyldunnar að allt þetta fé sem nú er framselt megi verða Akurnesingum og samfélaginu til heilla, hamingjuauka, gleði og eflingar,“ sagði Elín Sigrún Jónsdóttir í ávarpi sínu við upphaf athafnarinnar sl. föstudag. Guðlaug og Jón bjuggu á Bræðraparti í rúm 40 ár við virðingu og vinsældir eins og sagt var í grein sr. Jóns M Guðjónssonar um þau. Hugmyndin að stofnun minningarsjóðsins um Bræðrapartshjónin varð til á 100 ára árstíð Jóns árið 1968. Stofnfé sjóðsins var lagt fram af börnum þeirra hjóna sem jafnframt voru stofnendur sjóðsins. Þau voru Ingunn M Jónsdóttir Freeberg, Jón Kr. Jónsson og Ólafur Jónsson. Sjóðsstofnendur báru þá von í brjósti að á Akranesi yrði stofnsettur sjávarútvegsskóli.

 

Átti að styrkja fátæka til sjávarútvegsnáms

Tilgangur sjóðsins var að styrkja fátækt ungt fólk til náms í sjávarútvegsfræðum og vinnslu sjávarafurða, til náms í skipstjórn, vélstjórn, verkstjórn og fiskiðnaði. Stofnfé sjóðsins var landareignin Bræðrapartur, þrír og hálfur hektari lands með öllum gögnum og gæðum. Með landareigninni fylgdu leigulóðasamningar af landinu og hafa leigutekjur alla tíð runnið til sjóðsins og mynda í dag helming hans á móti fasteignamati landsins. Sjóðsstjórnina hafa skipað þrír fulltrúar fjölskyldu Guðlaugar og Jóns ásamt forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra á Akranesi. Eini eftirlifandi stofnenda sjóðsins er Ingunn M Freeberg, sem er á tíræðis aldri en bræður hennar tveir voru kenndir við útgerðarfyrirtækið Miðnes í Sandgerði. Ingunn hefur verið búsett í Kaliforníu í rúm 60 ár. Fram kom við athöfnina sl. föstudag að hún hafi stöðugt fylgst með þróun mála og vakað yfir úthlutnum og málefnum sjóðsins.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is