03. apríl. 2014 06:01
Þessa dagana er fyrsta skemmtisnekkjan sem skráð hefur verið á Akranesi stödd í lögsögu Mexíkó í mynni Kaliforníuflóa í Kyrrahafi. Stefnan hefur verið sett á Panamaskurð. Skipverjar ætla að sigla fleyji sínu í gegnum hann og inn á Atlantshaf. Frá skurðinum verður siglt í norður, framhjá Kúbu og til Flórída. Þaðan verður svo haldið áfram til norðurs heim til Íslands og Akraness, nýrrar heimahafnar. Skemmtisnekkjan Amelia Rose er tíu ára gamalt skip, útbúið miklum lúsus handa fólki sem hefur nægt fé milli handanna. Lystisnekkjan heitir Amelia Rose og verður hin fyrsta sinnar tegundar sem býðst ríkum ferðamönnum til leigu á meðan þeir sækja Ísland heim. Þannig er hún alger nýjung í ferðaþjónustu á Íslandi.
Sjá nánar ítarlega umfjöllun í Skessuhorni vikunnar.