08. apríl. 2014 10:29
Björgunarskóli Landsbjargar stóð um helgina fyrir námskeiðinu Fjallamennska 2 á Snæfellsnesi. Leiðbeinandi var Kjartan Þór. Farið var yfir vetrarfjallamennsku og klifur í bröttu fjalllendi. Á laugardeginum var æft klifur í Gerðubergi og á sunnudeginum var gengið á topp Bárðarkistu. Veður var mjög gott og gekk námskeiðið vel. Námskeið sem þetta nýtist vel í starfi björgunarsveitanna á svæðinu í þeim aðstæðum sem eru til fjalla. Nokkrir félagar Björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ ásamt félögum sínum í Klakki í Grundarfirði sóttu námskeiðið.