21. desember. 2004 11:44
Nú er verið að ljúka við prentun á jólablaði Skessuhorns og fer það í dreifingu í kvöld. Samkvæmt venju er jólablaðið stútfullt af efni. Meðal þess má nefna árlega jólakrossgátu, myndagátu, upplýsingar um messur á Vesturlandi um hátíðirnar og jólahugvekja sem Sr. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti skrifar að þessu sinni. Þá eru viðtöl við Jón Þór Lúðvíksson í Ólafsvík, Viðar Karlsson skipstjóra á Akranesi og hjónin Árna Theódórsson og Vigdísi Sigvaldadóttur á Brennistöðum í Borgarfirði. Sjó Vestlendingar senda lesendum kveðjur úr sínum heimahéruðum og fjöldi mynda er af jólaundirbúningi og aðventuskemmtunum um allt Vesturland. Þetta er aðeins brot af efni blaðsins, sem er 64 síður að þessu sinni. Skessuhorn færir Vestlendingum nær og fjær bestu hátíðakveðjur með þakklæti fyrir árið sem er að líða.